Næsti heims­far­aldur gæti reynst tals­vert erfiðari viður­eignar en CO­VID-19-far­aldurinn sem heims­byggðin hefur glímt við í tæp tvö ár. Þetta er mat Söruh Gil­bert, prófessors við Ox­ford-há­skóla. Sarah er prófessor í bólu­efna­fræðum og vann til að mynda að þróun bólu­efnis Ox­ford-AstraZene­ca.

Sky News fjallar um fyrir­lestur sem Sara hélt á dögunum.

„Þetta verður ekki í síðasta sinn sem veira ógnar lífi okkar og af­komu. Sann­leikurinn er sá að næsti far­aldur gæti orðið verri; meira smitandi, ban­vænni – eða bæði,“ sagði hún.

Í fyrir­lestri sínum kallaði Sarah eftir því að yfir­völd yrðu betur undir­búin fyrir næsta far­aldur. Heims­byggðin mætti ekki glata þeirri þekkingu sem hún hefur aflað í far­aldrinum til þessa og mikil­vægt væri að veita fjár­magni til rann­sókna.

Sarah þykir í hópi virtustu vísinda­manna Bret­lands og hefur hún unnið að þróun bólu­efna um langa hríð. Hún talaði einnig um Omíkron-af­brigðið sem hefur verið tals­vert í um­ræðunni undan­farnar vikur og sagði að nauð­syn­legt væri að afla meiri þekkingar á af­brigðinu.

„Bindi­prótín þessa af­brigðis er með fjöl­margar stökk­breytingar og það er vitað að þær geta gert veirunni auð­veldara um vik að dreifa sér,“ sagði hún og bætti við að þetta gæti einnig þýtt að mót­efni virki síður gegn því. „Þar til við vitum meira ættum við að fara var­lega og grípa til ráð­stafana til að hægja á dreifingu þessa nýja af­brigðis.“