Í dag snýst í suð­læga átt með rigningu. Skýjað verður á köflum um landið norð­austan­vert. Síð­degis verða suð­vest­lægari og skúrir, og gengur í vestan 15-20 metrar suð­vestan­til. Fram kemur í hug­leiðingum veður­fræðings að lægðin sem gekk yfir landið í gær stjórni enn landinu austast, en að það eigi að stytta upp með morgninum.

Næsta lægð nálgist þó landið úr vestri og gengur í suð­austan fyrir há­degi. Eftir það fer að rigna.

Síð­degis snýst vindur svo til suð­vesturs og úr­koman verður skúr­a­kenndari, og það bætir frekar í vind um landið suð­vestan­vert, eða vestan 13-20 metrar á sekúndu, hvassast verður við ströndina.

Í nótt dregur svo úr vestan­áttinni og úr­komu, en gengur í vestan 15-20 metra suð­austan­lands. Hiti verður á bilinu 5 til 10 stig að deginum, en all­víða nætur­frost inn til landsins.

Fram kemur á heima­síðu Vega­gerðarinnar að hálka og hálku­blettir séu á Vestur­landi og Vest­fjörðum.

Veður­horfur á landinu næstu daga

Á mánu­dag:
Norð­vestan 3-8 m/s og rigning með köflum, en slydda til fjalla, um norðan­vert landið. Vestan 8-15 sunnan­til og víða bjart veður. Dregur úr vindi um kvöldið. Hiti 4 til 9 stig, en all­víða nætur­frost inn til landsins.

Á þriðju­dag:
Hæg breyti­leg átt og víða bjart­viðri, en dá­lítil væta með norður­ströndinni. Þykknar upp syðst seint um kvöldið. Hiti 3 til 10 stig að deginum, hlýjast sunnan­til.

Á mið­viku­dag:
Suð­austan 8-13 og rigning um sunnan­vert landið, en hægari og þurrt norðan­til. Hiti 5 til 10 stig.

Á fimmtu­dag, föstu­dag og laugar­dag:
Suð­læg eða breyti­leg átt og rigning í flestum lands­hlutum. Hiti 5 til 12 stig, hlýjast sunnan­lands.

Upp­lýsingar um veður er á heima­síðu Veður­stofunnarog færð vega á heima­síðu Vega­gerðarinnar.