Önnur lægð nálgast nú landið og er búist við að það fari að hvessa veru­lega við Suður­ströndina seint á morgun. Mikið hvass­viðri var á sunnan­verðu landinu í gær en það hefur að mestu gengið niður og lægir eftir því sem líður á daginn.

Sam­kvæmt hug­leiðingum veður­fræðings hjá Veður­stofu Ís­lands lægir svo enn frekar á morgun áður en næsta lægð gengur á land undir kvöld. Gert er ráð fyrir norð­aust­lægri átt í dag, 8 til 15 metrum á sekúndu og verður hvassast á Vest­fjörðum. Hægari vindur verður austan til á landinu.

Í spá Veður­stofunnar er gert ráð fyrir dá­lítilli rigningu eða slyddu fyrir norðan og austan en björtu sunnan heiða. Hiti á landinu verður á bilinu 1 til 9 stig en hlýjast syðst.

Vindaspá Veðurstofunnar fyrir þriðjudag þegar næsta lægð er gengin á land.
Skjáskot/Veðurstofa Íslands


Veður­horfur á landinu næstu daga


Á þriðju­dag:
Aust­læg átt, víða 10-18 m/s, en 18-23 syðst. Skýjað með köflum, en lítils háttar rigning á A-verðu landinu. Hiti 1 til 7 stig.

Á mið­viku­dag:
Norð­aust­læg átt, 13-20 m/s, hvassast syðst og skýjað að mestu, en lítils háttar væta við N- og A-ströndina. Hiti 0 til 6 stig.

Á fimmtu­dag:
Stíf austan­átt með rigningu víða um land, en úr­komu­lítið NV til. Hlýnar í veðri.

Á föstu­dag og laugar­dag:
Út­lit fyrir suð­austan­áttir með vætu víða á landinu, en lengst af þurr­viðri NA til. Milt veður.