Það er þó ekki eina útgáfan sem verður í boði því að einnig er von á að bíllinn komi sem tvinnbíll með V6-vél og með fjögurra strokka bensínvél með forþjöppu. Þetta er allt saman mögulegt þar sem næsta kynslóð Tacoma mun koma á TNGA-F undirvagninum sem einnig er undir Toyota Tundra og nýjum Land Cruiser. Líklega verður vélin úr Lexus NX350, grunnútgáfu Tacoma, en það er 275 hestafla 2,4 lítra vél með forþjöppu. Einnig má búast við að Tacoma komi ekki lengur á blaðfjöðrum heldur verði gormafjöðrun allan hringinn. Rafdrifna útgáfan verður að öllum líkindum með fjórhjóladrifi en annars er ekki mikið vitað um þá útgáfu enn þá. Hvort að sú útgáfa verði í boði í Evrópu er einnig óljóst en strangar mengunarreglur hafa hingað til komið í veg fyrir að Tacoma sé þar í boði.