Suzuki Swift er á HEARTECHundirvagninum sem kom fyrst í Alto árið 2014 en þrátt fyrir aldurinn hefur Swift náð að koma með bæði 12 og 48 volta tvinnútgáfur af bílnum. Búast má við að Suzuki noti sama undirvagn áfram og þess vegna er ekki von á rafdrifinni útgáfu Swift í þessari umferð. Suzuki er í samstarfi við Toyota um tengiltvinnútgáfur af Swace og Across en hvort að það nái til slíkrar útgáfu Swift er ekki vitað. Ætla má að nýr Suzuki Swift komi á markað árið 2023.