Að framan má sjá stærra grill og tvískipt framljós eins og á Juke. Aftari hluti bílsins breytist ekki eins mikið en þó má sjá ný afturljós og vindskeið ásamt hækkuðu þaki. Það sem skiptir meira máli er að nýr X-Trail mun nota sama CMF undirvagn og nýr Qashqai sem þýðir möguleika á ePower kerfinu eða tengiltvinnbúnaði frá Mitsubishi. Með ePower er bíllinn búinn bensínvél sem virkar einnig sem ljósavél fyrir rafmótor, en tengiltvinnbúnaður Mitsubishi er sá sami og í Outlander.