Nissan sendi einnig frá sér myndir sem sýna líklegt útlit hans með hærri veghæð en áður og kúpulaga þaklínu. Samkvæmt forstjóra Nissan í Evrópu, Guillaume Cartier, verður 75% framleiðslu Nissan að einhverju leyti rafvædd í lok árs 2023, og árið 2025 verða allir bílar Nissan að einhverju leyti rafvæddir. Áætlanir Nissan gera ráð fyrir að árið 2030 verði 80% sölu þeirra í hreinum rafbílum. Nýr Leaf verður byggður á CMFEV undirvagninum sem þróaður er í samstarfi Renault-Nissan, en fyrsti bíllinn til að fá hann er nýr Renault Megane E-Tech Electric sem fer í sölu á næsta ári. Sá bíll verður með rafhlöðu sem gefur allt að 470 km drægi svo það er líklegt að um svipaðar tölur sé að ræða varðandi næstu kynslóð Leaf. Bíllinn verður smíðaður í verksmiðju Nissan í Sunderland ásamt Juke, Qashqai og e-NV200 og fá rafhlöður frá nýrri verksmiðju sem verið er að reisa þar í nágrenninu.