Farþegafjöldi innanlands hjá Icelandair var 225.421 árið 2021. Árið áður var fjöldinn aðeins 126.266 og var aukningin því 99.155, eða meira en 78 prósent. Árið 2020 varð reyndar mikið hrap í innanlandsflugi því að árið áður var fjöldinn 260.043.

Stjórnvöld hafa niðurgreitt flugferðir þeirra sem búa í vissri fjarlægð frá höfuðborgarsvæðinu um 40 prósent frá því í október árið 2020. Er verkefnið kallað Loftbrú og er byggðaverkefni að skoskri fyrirmynd.

Fyrr í mánuðinum greindi Fréttablaðið frá því að Loftbrúarafslættir hefðu verið notaðir í 65 þúsund skipti og upphæðin í heildina 414 milljónir króna. Notkun þessara afslátta jókst mikið á árinu 2021.