Nærri 3500 manns hafa verið handteknir í tengslum við mótmæli sem brutust út víða um allt Rússlandi í gær til stuðnings rússneska stjórnarandstæðingnum Alexei Navalny.
Navalny var handtekinn við komuna til Rússlands um miðjan janúar. Hann sneri aftur aftur heim fimm mánuðum eftir að eitrað var fyrir honum en hann hafði dvalið á sjúkrahúsi í Þýskalandi.
Hann er einn helsti leiðtogi rússnesku stjórnarandstöðunnar og hefur löngum verið gagnrýninn á Vladimír Pútín Rússlandsforseta og er talið að menn á vegum forsetans hafi reynt að koma honum fyrir kattarnef.
Yfirvöld í Rússlandi hafa gert lítið úr mótmælunum og sagt að um 4.000 manns hafi tekið þátt en fréttaveitan Reuters segir töluna nær 40.000. Lögreglan hefur beitt kylfum og er ein kona alvarlega slösuð eftir að hafa fengið höfuðhögg.
Lyubov Sobol, bandamaður Navalny og forseti rússnenskra samtaka gegn spillingu, var handtekin í miðju viðtali við fjölmiðlafólk úti á götu. Myndband hefur farið í dreifingu um netið þar sem brynjuklæddir lögreglumenn sjást brjóta sér leið í gegnum þvöguna og grípa í hana. Sömuleiðis hefur eiginkona Navalny verið handtekinn.
#Russia 🇷🇺: riot police aggressively push people asside as they arrest anti-corruption lawyer and #Navalny ally Lyubov Sobol. #23январяЗаСвободу pic.twitter.com/5HsQ5QWFRV
— Thomas van Linge (@ThomasVLinge) January 23, 2021
Russian police detained Yulia Navalnaya, the wife of jailed Kremlin critic Alexei Navalny, and one of Navalny's closest allies Lyubov Sobol. Police declared the protest rallies in Moscow and other cities illegal and have arrested hundreds of people https://t.co/hFkZ6eFM1T pic.twitter.com/Tui0JNNNJ1
— Reuters (@Reuters) January 23, 2021