Tala látinna af völdum CO­VID-19 kóróna­veirunnar nálgast nú hundrað þúsund en sjúk­dómurinn hefur þegar orðið tæp­lega 96 þúsund að bana sam­­kvæmt talningu John Hop­kins-há­­skóla. Lík­legt er að tölurnar séu mun hærri á heims­vísu þar sem fjöldi ríkja telur ein­göngu þau dauðs­föll sem eiga sér stað innan spítala­veggja.

Nærri helmingur allra dauðs­falla á heims­vísu átti sér stað í síðustu viku, eða um 42 þúsund. Síðast­liðna þrjá daga hafa um sjö þúsund manns látist dag hvern af völdum CO­VID-19 far­aldursins.

Banda­ríkin illa stödd

Flest and­lát hafa verið skráð á Ítalíu þar sem tæp­lega 18.300 ein­staklingar hafa farist. Í Banda­ríkjunum hafa 16.700 manns látist, þar af yfir fimm þúsund í New York-borg. Síðast­liðinn vika hefur verið einkar skæð og hafa yfir þúsund manns látist dag hvern og hátt í tvö þúsund síðustu þrjá daga.

Stað­­fest smit á heims­vísu telja nú yfir eina og hálfa milljón á heims­vísu með lang­flest til­vik í Banda­ríkjunum þar sem um 470 þúsund manns hafa greinst með veiruna. Næst á eftir er Spánn með ríf­lega 150 þúsund smit.

New York-borg hefur komið hvað verst út úr faraldrinum ef litið er á tölulegar upplýsingar.
Fréttablaðið/Getty