Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins sinnti fjölbreyttum verkefnum síðasta sólarhring.

Alls voru sjúkra­flutn­ing­arn­ir 94 síðasta sól­ar­hring­inn. Af þeim var 21 for­gangs­verk­efni og 9 sjúkra­flutn­ing­ar vegna Covid-19. En að sögn slökkviliðisins segir að sóttvarnaaðgerðir séu að bera verulegan árangur og álagið vegna Covid-19 fer hægt og rólega minnkandi.

Þá fóru dælubílar í sex útköll, öll gengu þau vel. Um ellefu leytið var slökkviliðið kallað út vegna reyks um borð í skipi við Grandagarði. Varðstjóri segir í samtali við mbl að vel hafi gengið að slökkva eldinn en eng­ar skemmd­ir urðu á skip­inu og inn­an­stokks­mun­um þess.

Þá var dælubíll einnig kallaður út vegna viðvörunarkerfi, vatnsleka og tveggja umferðarslysa. Öll þessi verkefni voru leyst af einni stöð og voru ekki alvarleg.

Góða daginn. Fjölbreytt verkefni hafa verið hjá okkur síðasta sólahring en ekki alvarleg. Dælubílar hafa farið í 6...

Posted by Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins bs. on Saturday, 21 November 2020