Einstök veðurblíða var um allt land í gær og fór hitinn yfir nítján gráður á nokkrum stöðum.

Á Brúsastöðum á Norðurlandi vestra mældist hitinn 19,5 gráður, á Húsavík 19,3 og í Ásbyrgi 19,1 gráða.

Þorsteinn Jónsson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir kannski ekki verða alveg jafn hlýtt í dag en að hitinn geti þó farið upp í 19 gráður á sömu stöðum og í gær.

Á höfuðborgarsvæðinu mældist hitinn í gær hjá Korpu yfir 16 gráður. Útlit er fyrir aðeins lægra hitastig í dag vegna skýjaðs himins en búast má við um 14 gráðum og rigningu seinnipartinn að sögn Þorsteins.