Nær öllu flugi aflýst í dag

Stormurinn sem gengur yfir landið í dag hefur meðal annars áhrif á flugáætlanir Icelandair, WOWair og breska flugfélagsins British Airways. Eins hefur öllu flugi innanlands verið aflýst.

Fréttablaðið/Stefán

Töluverð röskun er á bæði innan- og millilandaflugi í dag vegna stormsins sem gengur yfir landið.

Búið er að aflýsa nær öllum flugferðum frá Keflavíkurflugvelli frá og með hádegi, en það eru ferðir til London, Parísar og í Oslóar. Þá var flugi frá Seattle og Denver aflýst í morgun, svo fátt eitt sé nefnt. 

Sömu sögu er að segja af innanlandsflugi því búið er að aflýsa öllum flugferðum til og frá Reykjavík í dag.

Nánari upplýsingar er að fá á vefsíðu Keflavíkurflugvallar og Air Iceland Connect

Tengdar fréttir

Innlent

Tekið á móti nýju ári hundsins í dag

Innlent

Fólk gekk harka­­­lega að starfs­fólki Neyðar­línunnar í nótt

Innlent

Listi Samfylkingar kynntur í dag

Auglýsing
Auglýsing

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing