Nær helmingur Íslendinga telja það eins öruggt eða öruggara að ferðast með Boeing 737 MAX flugvélum samanborið við aðrar farþegaþotur samkvæmt nýrri könnun MMR. Alls telja 45 prósent það eins og öruggt eða öruggara en 22 prósent það óöruggara.
Þriðjungur aðspurðra kvaðst ekki hafa mótað sér afstöðu en könnunin fór fram í janúar.

Alls sögðust tíu prósent telja það mun öruggara að ferðast með Boeing MAX þotunum heldur en öðrum farþegaþotum og ellefu prósent mun óöruggara en 33 prósent kváðust ekki viss.
Nokkur munur er á afstöðu eftir kyni og sagðist 54 prósent karla telja það jafn öruggt eða öruggara að ferðast með MAX vélunum samanborið við 35 prósent kvenna. Lítill munur var á afstöðu svarenda út frá búsetu.
Þeir svarendur sem kváðust að jafnaði hafa ferðast erlendis fimm sinnum á ári eða oftar áður en COVID-19 faraldurinn skall á reyndust líklegastir til að segjast telja vélunum jafn öruggar eða öruggari heldur en með öðrum farþegaþotum, alls 56 prósent. Traust til Boeing 737 MAX vélanna minnkaði samhliða fækkun á fjölda ferða erlendis og mældist lægst meðal þeirra svarenda sem kváðust að jafnaði ekki hafa ferðast erlendis á hverju ári eða 34 prósent.
