Alls 96 manns voru handteknir í Sviss í september og október í tengslum við rannsókn lögreglu á dreifingu barnaníðsefnis.

Verdens gang vísar í dagblaðið Le Maiten sem segir fólkið meðal annars hafa hlaðið niður ólöglegu efni. Í kring um fimmtán af hinum handteknu séu sjálf undir lögræðisaldri. Fólkið er búsett í Vaud-kantónunni.