Þorsteinn Gunnarsson, sveitastjóri Skútustaðahrepps, segir í pistli sínum sem birtist á heimasíðu hreppsins fyrr í dag, að forsendur fjárhagsáætlunar Skútustaðahrepps fyrir árið 2020 séu væntanlega brostnar þar sem talsverður samdráttur er fyrirsjáanlegur þar sem ferðaþjónustan, sem er stærsta atvinnugreinin í sveitarfélaginu, hefur orðið fyrir þungu höggi.

En í ljósi sterkra stöðu sveitafélagsins, peningalega, verður haldið áfram með fyrirhugaðar framkvæmdir.

„Í ljósi sterkrar fjárhagslegrar stöðu sveitarfélagsins, sem nýverið greiddi upp allar sínar langtímaskuldir, er það samhljóma álit sveitarstjórnar að vænlegra sé að halda áætlun hvað varðar nokkuð umfangsmiklar fyrirhugaðar nýog viðhaldsframkvæmdir sem á áætlun eru á þessu ári. Með því verði stutt við atvinnulíf og umsvif á svæðinu. Þá verði ekki gripið til niðurskurðaraðgerða í rekstri á þessu ári eða því næsta, nema brýna nauðsyn beri til,“ skrifar Þorsteinn meðal annars.