Jarð­skjálftinn sem reið yfir höfuð­borgar­svæðið um klukkan sex í gær­kvöldi fór ef­laust ekki fram hjá neinum. Skjálftinn var 5,4 að stærð og er lang­stærsti skjálftinn í skjálfta­hrinunni á Reykja­nes­skaga, sem ekkert lát hefur verið á frá því að skjálftar hófust á laugar­daginn.

Glöggur Twitter notandi birti í gær mynd­band af göngu­görpum sem voru fyrir framan vef­mynda­vélar þegar skjálftinn átti sér stað.

Fólkinu var eðli­lega brugðið, enda um stóran skjálfta að ræða, en svo virðist sem engin slys hafi orðið á fólkinu við skjálftann.

Sjá má mynd­bandið hér að neðan: