Fjöl­mörg mynd­bönd eru nú í dreifingu á sam­fé­lags­miðlum sem sýna eyði­legginguna í Tyrk­landi eftir jarð­skjálftann þar í nótt. Skjálftinn, 7,8 að stærð, reið yfir suð­austur­hluta landsins og skildi eftir sig slóð eyði­leggingar.

Fjöl­margar byggingar eyði­lögðust í borginni Urfa og náðu veg­far­endur meðal annars mynd­bandi af því þegar sjö hæða fjöl­býlis­hús hrundi til grunna nokkrum klukku­stundum eftir skjálftann.

Hátt í 300 hafa fundist látnir í Tyrk­landi og um 230 í Sýr­landi, en óttast er að mun fleiri finnist látnir þegar líður á daginn.