Jón Hall­dórs­son, bíl­stjóri á Hólma­vík, náði í dag mynd­skeiði af því þegar klaka­stífla brast í lítilli á við Trölla­tungu, sunnan við Hólma­vík.

Jón segir í sam­tali við Frétta­blaðið að það hafi verið hending að hann hafi orðið vitni að flóðinu. „Ég var þarna um hálf tólf í dag þegar ég rak augun í það að nokkra metra frá mér að þarna var að koma flóð.“

Hann segist aldrei orðið vitni að flóði í ánni áður, þó hann keyri dag­lega þarna um.

„Nei. Ég er nú bráðum að verða 64 ára og ég hef aldrei séð þetta áður,“ segir Jón í sam­tali við Frétta­blaðið. Alla jafna sé áin fremur smá en í dag hafi hún verið ó­hemju stór og sjónar­spilið hafi verið mikið.

„Það var bara mjög magnað að sjá þetta.“

Þetta hefur verið náttúran í öllu sínu veldi?

„Já, heldur betur.“