Innlent

Yfir­­vinnu­banni ljós­­mæðra af­­lýst í kjöl­far miðlunar­til­lögu

Yfirvinnubanni ljósmæðra hefur verið aflýst eftir að ríkissáttasemjari lagði fram miðlunartillögu. Tillagan felur það í sér að sérstökum gerðardómi verður falið að kveða upp úr um það hvort og að hvaða leyti álag, menntun og inntak starfs ljósmæðra eigi að hafa áhrif á laun innan stéttarinnar.

Samninganefnd á fundi hjá ríkissáttasemjara í vikunni Fréttablaðið/Anton Brink

Ríkissáttasemjari hefur lagt fram miðlunartillögu í deilu ljósmæðra. Tillagan felur í sér í grundvallaratriðum sambærilegar hækkanir og samningur sem lagður var fyrir ljósmæður þann 29. maí síðastliðinn og er gildistími samningsins til 31. mars á næsta ári.

Samhliða framlagningu tillögu ríkissáttasemjara hefur Ljósmæðrafélag íslands samþykkt að aflýsa yfirstandandi yfirvinnubanni. 

Segir í tilkynningu frá ríkissáttasemjara sem barst rétt fyrir klukkan átta að djúpstæðurágreiningur hafi verið milli samningsaðila „um það hvort launasetning stéttarinnar sé í samræmi við álag, menntun og inntak starfs ljósmæðra.“ Segir síðan að sá ágreiningur hafi staðið í vegi fyrir því að nýr kjarasamningur hafi verið undirritaður.

Því felur tillagan það í sér að sérstökum gerðardómi verður falið að kveða upp úr um það hvort og að hvaða leyti þessi þættir eigi að hafa áhrif á laun innan stéttarinnar. Þrír menn hafa verið skipaðir í dóminn og eru þeir sjálfstæðir að störfum. Dómurinn skal ljúka störfum ekki seinna en 1. september.

Kjaradeilunni var vísað til ríkissáttasemjara í febrúar á þessu ári og hafa kjarasamningar ljósmæðra verið lausir frá því í september á síðasta ári. Á sama tíma og síðasti gerðardómur sem ákvarðaði laun ljósmæðra rann út. Segir í tilkynningu ríkissáttasemjara að áður en málinu hafi verið vísað til hennar hafi deiluaðilar fundað fimm sinnum án árangurs og því hafi deilunni verið vísað til ríkissáttasemjara. Fundur sem haldinn var í dag var sá fimmtándi hjá ríkissáttasemjara.

Yfirlýsing Ríkissáttasemjara er aðgengileg hér í pdf skjali. 

Sjá einnig: Katrín Sif er sátt: Krafa um samanburð lögð fyrir gerðardóm

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

„Hann gerir þetta til að kljúfa sam­stöðu ljós­mæðra“

Innlent

Ætla að mynda skjald­borg utan um fæðingar­deildirnar

Innlent

Katrín Sif er sátt: Krafa um samanburð lögð fyrir gerðardóm

Auglýsing

Nýjast

​For­maður ÍKSA lofaði upp í ermina á sér og harmar það

Netanja­hú hættir sem utan­ríkis­ráð­herra

Sakar Bryn­dísi um hroka í garð verka­lýðs­for­ystunnar

Bryn­dís segir femín­ista hata sig: „Hvar er ég stödd?“

Opnar sig um HIV: „Tón­listin eins og græðis­­myrsl“

Ratclif­fe vinnur að því að koma milljörðum punda frá Bret­landi

Auglýsing