Innlent

Ný mein­vörp fundust í Stefáni Karli

Steinunn Ó­lína Þor­steins­dóttir hefur greint frá því að ný mein­vörp, sem ekki er hægt að fjar­lægja með skurð­að­gerðum, hafi fundist í Stefáni Karli Stefáns­syni, eigin­manni hennar. Lífs­lengjandi til­raunir með lyfja­gjöfum eru þegar hafnar.

Stefán Karl og Steinunn Ólína fengu slæmar fréttir á föstudaginn. Steinunn segir þau gleðjast yfir öllu því sem þau hafi eignast og lifað saman. Ekki einu sinni dauðinn sjálfur geti tekið það frá þeim. Fréttablaðið/Valgarður

Leikarahjónin Stefán Karl Stefánsson og Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir urðu á föstudaginn fyrir enn einu áfallinu í baráttu Stefáns við illvígt krabbamein þegar ný meinvörp fundust í líkama hans.

Rannsókn í jáeindaskanna í Kaupmannahöfn hefur leitt í ljós ný meinvörp sem ekki verða fjarlægð með skurðaðgerðum. „Þrátt fyrir að vita um langa hríð að þessi dagur myndi renna upp eru þetta auðvitað erfið þáttaskil,“ skrifar Steinunn Ólína á Facebook.

„Engin lækning er til við langt gengnu óskurðtæku gallgangakrabbameini. Nú taka við lífslengjandi tilraunir með lyfjagjöfum og við vonum að þær gangi sem allra best og hafi tilætluð áhrif, að bæta líðan Stefáns og lengja líf hans. Fyrsta lyfjagjöfin var í gær.“

Steinunn Ólína áréttar að Stefán Karl sé í „höndum frábærs krabbameinslæknis sem við treystum fullkomlega og gerir allt sem í hans valdi stendur.“ Þá njóti fjölskyldan einnig aðstoðar heimhjúkrunarteymis, „kvenskörungar allar saman, dásamlegar.“

Hún segir alvarleg veikindi Stefáns Karls eðlilega haft áhrif á alla fjölskylduna. „Við eigum misgóða daga. Suma daga eigum við ósköp bágt, aðra daga erum við bara kát og gleðjumst yfir öllu því sem við höfum eignast og lifað saman. Það getur enginn tekið frá okkur, hvernig sem allt fer. Ekki einu sinni dauðinn sjálfur.“


Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Ferðamaður fékk rúmlega 216 þúsund króna sekt

Innlent

Búið að opna yfir Kjöl

Innlent

Ofurölvi og velti bílnum í Ártúnsbrekku

Auglýsing

Nýjast

Erlent

Segir ómannúðlegt að aðskilja börn og foreldra

Kólumbía

Iván Duque kjörinn forseti Kólumbíu

Efnahagsmál

Íbúðafjárfesting er farin að taka við sér

Dómsmál

Refsing eiganda Buy.is milduð

Samfélag

Varð HM-sérfræðingur á þremur korterum

Stjórnmál

Lýsti áhyggjum af umræðunni á samfélagsmiðlum

Auglýsing