Stjórnmál

Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn

Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin í borgarstjórn eru jafn stór samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins og vefmiðilsins frettabladid.is. Framsóknarflokkurinn fengi kjörinn mann. Samfylkingin, VG og Píratar gætu ekki myndað meirihluta.

Samkvæmt könnuninni fengju Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin sjö menn hvor flokkur. Píratar, VG og Viðreisn fengju tvo menn hver. Fréttablaðið/Ernir

Meirihlutinn í borgarstjórn er fallinn samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins og vefmiðilsins frettabladid.is.

Sjálfstæðisflokkurinn væri með rúmlega 28 prósenta fylgi. Samfylkingin væri næststærsti flokkurinn með tæp 27 prósent. Píratar og Vinstri græn fengju tæplega 11 prósent hvor flokkur. Viðreisn fengi tæplega 8 prósent. Miðflokkurinn og Flokkur fólksins eru með ríflega 4 prósenta fylgi og Framsóknarflokkurinn með 4 prósent.

Samkvæmt þessu fengju Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin sjö menn hvor flokkur. Píratar, VG og Viðreisn fengju tvo menn hver. Flokkur fólksins, Miðflokkurinn og Framsóknarflokkurinn fengju einn mann hver. Eins og fram hefur komið verða 23 borgarfulltrúar kjörnir en hingað til hafa borgarfulltrúarnir verið 15.

Verði niðurstöður kosninganna, sem fram fara 26. maí næstkomandi, í takti við skoðanakönnun Fréttablaðsins og frettabladid.is, er ljóst að verulegar breytingar verða á styrkleika flokkanna frá því í kosningunum 2014.

Eftir þær kosningar gat Samfylkingin myndað meirihluta með Bjartri framtíð, Vinstri grænum og Pírötum. En eins og fram hefur komið býður Björt framtíð ekki fram lista núna.

Hringt var í 1.316 manns með lögheimili í Reykjavík þar til náðist í 800 samkvæmt lagskiptu úrtaki 9. apríl. Svarhlutfallið var 60,8 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir aldri. Alls tóku 58,2 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar. Þá voru 8,3 prósent sem sögðust ekki ætla að kjósa eða ætla að skila auðu, 11,8 prósent sögðust óákveðin og 21,7 prósent vildu ekki svara spurningunni.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Stjórnmál

Telja ráðherra vera vanhæfan og lögin andstæð stjórnarskrá

Stjórnmál

Íslendingar geri heiminn fallegri

Stjórnmál

Öðrum ráðherra falið mál um knatthús til öryggis

Auglýsing

Nýjast

Tölva Hauks á heimleið: „Kannski eitt ljóð enn“

Ung­lingar léku sér á næfur­þunnum haf­ís við Ísa­fjörð

Skóladrengir veittust að kyrjandi frumbyggja

70 missa vinnuna fyrir árslok

Tunglið verður almyrkvað í nótt

Drottningin og prinsinn beltislaus undir stýri

Auglýsing