Sér­stök um­ræða verður á Al­þingi á morgun um spillingu og við­brögð við henni. Þar verða bæði Katrín Jakobs­dóttir, for­sætis­ráð­herra Ís­lands og Kristján Þór Júlíus­son, sjávar­út­vegs­ráð­herra, til svara en Katrín sam­þykkti beiðni Smáa Mc­Cart­hy, formanns Pírata og Kristján beiðni Odd­nýjar G. Harðar­dóttur, þing­manns Sam­fylkingarinnar.

Líkt og Frétta­blaðið hefur greint frá hafa vaknað upp spurningar um tengsl Kristjáns Þórs Júlíus­sonar við Sam­herja en hann sagði á fundi Al­þingis nú síð­degis að hann myndi standa fyrir svörum á fundi Al­þingis á morgun.

„Að sjálf­sögðu verð ég við því. Ég hef aldrei skorast undan því að taka um­ræðu við þingið og er bara heiður sýndur að fá að taka um­ræðuna í þessu sorg­lega og sudda­lega máli. Ég þakka fyrir boðið,“ sagði Kristján Þór fyrr í dag.

Þing­menn Við­reisnar, Pírata og Flokks fólksins, þau Hall­dóra Mogen­sen, Hanna Katrín Frið­riks­son og Guð­mundur Ingi Kristins­son, lýstu yfir á­nægju með svör Kristjáns en minntu á mikil­vægi þess að málið yrði rætt á þing­fundi morgun­dagsins.

„Ég tek undir þá ósk að sjávar­út­vegs­ráð­herra verði hér og einnig for­sætis­ráð­herra,“ sagði Hall­dóra. „Mér skilst að for­sætis­ráð­herra hafi gefið vil­yrði fyrir því eða lýst yfir á­huga á því að ræða spillingu hér á morgun.“

„Mér finnst mikil­vægt að við tökum þessa um­ræðu því það er nokkuð ljóst að mýtan um litla sak­lausa spillingar­lausa Ís­land er dauð og við þurfum að ræða þetta.“

Upp­ljóstraranum alltaf kennt um

Hanna Katrín lagði á­herslu á það í ræðu sinni að þing­menn hefðu að­gang að ráð­herrum, hið minnsta til að byrja með. Guð­mundur Ingi tók undir með Hönnu og setti málið í sam­hengi við Klausturs­málið og minnti á að þá hefði upp­ljóstraranum einnig verið kennt um.

„Það sem slær mig mest er að það er akkúrat ár síðan við komumst í heims­fréttirnar vegna drykkju­láta á bar hér. Hverjum var kennt um það? Upp­ljóstraranum. Og hvað erum við að upp­lifa í dag? Spillingu og hverjum er kennt um? Upp­ljóstraranum. Ég held við þurfum að líta í eigin barm.“

Við það til­efni tók Lilja Raf­n­ey Magnús­dóttir, þing­maður Vinstri grænna til máls. „Ég held að þing­heimur allur sé femtri sleginn yfir þeirri mynd sem dregin hefur verið upp og vonandi lands­menn allir. Ég er á­nægð með það að for­sætis­ráð­herra hefur sam­þykkt það að taka um­ræðu um spillingu og ég er á­nægð með að hæst­virtur sjávar­út­vegs­ráð­herra verði hér á morgun.“