Lög­reglan á Suður-Sjá­landi í Dan­mörku hefur borið kennsl fjöl­skyldu sem fannst látin í Præstø fyrr í október. Við rann­sókn málsins kom í ljós að maðurinn hefði myrt konu sína og ellefu mánaða barn áður en hann framdi sjálfur sjálfs­víg.

Í til­kynningu frá lög­reglunni á Suður-Sjá­landi segir að þrí­tug kona og ellefu mánaða dóttir hennar hafi fundist látnar í Præstø þann 18. októ­ber síðast­liðinn. Nokkrum dögum fyrr, þann 10. októ­ber, fannst maðurinn en hann var 49 ára.

Lög­reglan bar kennsl á lík fólksins og komst að því að um væri að ræða for­eldra og sam­eigin­legt barn þeirra.

„Eftir ítar­lega og mjög um­fangs­mikla rann­sókn hefur lög­reglan á Suður-Sjá­landi skýrar vís­bendingar um að 49 ára gamli maðurinn hafi myrt konu sína og ellefu mánaða stúlku. Hann faldi þær síðan í Næbskoven og framdi sjálfs­víg nokkrum dögum seinna,“ segir í til­kynningu frá lög­reglunni.

Lög­reglan telur málinu vera lokið, nú þegar heildar­mynd er komin á málið, að sögn Rune Dahl Nils­son að­stoðar­lög­reglu­stjóra sem réð hefur um rann­sókn málsins.