Þótt Toyota hafi ekkert gefið upp um tæknibúnað bZ3 má fastlega búast við því að hann noti sama eTNGA-undirvagn og bZ4X. Það þýðir að hann verður með sömu 71,4 kWst rafhlöðu og systurbíllinn. Þá verður einnig möguleiki á fjórhjóladrifi með samtals 215 hestöflum og 337 Nm togi. Búast má við meira drægi en í bZ4X vegna minni loftmótstöðu bZ3. Bíllinn er 4.725 mm langur og 1.835 mm breiður sem eru mjög svipaðar stærðartölur og í Toyota Camry.