Prins Filippus var borinn til grafar í dag. Aðeins voru 30 manns viðstödd útförina vegna sóttvarnaráðstafana en talsverður fjöldi tók þó þátt í útförinni sem var send út í beinni í dag.

Á myndunum sem fylgja má sjá að fjöldi fólks kom saman við Windsor-kastala til að fylgjast með því þegar kista Filippusar var flutt frá aðalinngangi kastalans og komið fyrir á sérhönnuðum Land Rover jeppa sem var í eigu hans.

Hann var fluttur St. George Kapellunni í Windsor þar sem hermenn úr sjóhernum tóku við kistunni og báru hana inn í kapelluna. Alls tóku 730 hermenn þátt í athöfninni.

Þegar kistan var komin að kapellunni tóku við honum heiðursvörður og hljómsveit rifflaherdeildar breska hersins sem spiluðu breska þjóðsönginn á meðan kistan var flutt inn í kapelluna.

Eftir að mínútu þögn lauk var hleypt úr fallbyssum til heiðurs Filippusar við Tower-brú í Lundúnum og við Windsor kastala. Fyrst klukkan 15, að staðartíma, og svo klukkan 15.01 til að marka mínútuþögn til heiðurs prinsins.

Að lokinni athöfninni var Filippus borinn til grafar í grafhvelfingu fjölskyldunnar þar sem faðir Elísabetar, Georg sjötti og aðrir konungar eru einnig grafnir.

Prinsinn lést þann 9. apríl og var 99 ára gamall. Hann og Elísabet Bretlandsdrottning voru gift í 73 ár. Drottningin sat ein í útförinni.

Land Rover jeppinn var í eigu prinsins.
Fréttablaðið/EPA
730 hermenn tóku þátt í athöfninni.
Fréttablaðið/EPA
Fréttablaðið/EPA
Fréttablaðið/EPA
Hermenn úr sjóhernum báru kistuna upp þrep kapellunnar.
Fréttablaðið/EPA
St. George Kapella í Windsor
Fréttablaðið/EPA
Fréttablaðið/EPA
Skotið var úr fallbyssum til að marka mínútuþögn.
Fréttablaðið/EPA
Mikið af fólki kom saman við Windsor-kastala.
Fréttablaðið/EPA
Mínutuþögn var til heiðurs prinsins.
Fréttablaðið/EPA
Fréttablaðið/EPA
Fréttablaðið/EPA
Fréttablaðið/EPA