Lög­reglan á höfuð­borgar­svæðinu er með tals­verðan við­búnað í mið­bæ Reykja­víkur, eins og greint hefur verið frá.

Eftir að skila­boð fóru á dreifingu manna á milli á sam­fé­lags­miðlum í vikunni um að í skipu­lagningu væri meint hefndar­á­rás vegna hnífs­tungu á Banka­stræti Club síðustu helgi sem mögu­lega myndi einnig beinast að sak­lausum borgurum til­kynnti lög­reglan að hún yrði með stór­aukin við­búnað í mið­bænum um helgina.

Rafn Hilmar Guð­munds­son, aðal­varð­stjóri lög­reglunnar á höfuð­borgar­svæðinu, sagði kvöldið hafa farið ró­lega af stað þrátt fyrir að margir hefðu verið í mið­bænum snemma í kvöld.
Þá sagði Rafn Hilmar enga hættu hafa staðið að al­mennum borgurum eða lög­reglu það sem af er kvöldi en sagði ó­mögu­legt að segja við hverju er að búast. „Það fer eftir því hverjir ætla út á skemmtana­lífið,“ sagði hann.

Lög­reglan á höfuð­borgar­svæðinu birti fyrr í kvöld Face­book-færslu þar sem þau greindu frá auknu eftir­liti í mið­bænum. „Við erum hér fyrir þig,“ sagði lög­reglan í færslunni.

„Göngum hægt um gleðinnar dyr og högum okkur vel,“ sagði einnig í færslunni.

Blaða­maður Frétta­blaðsins kannaði stöðuna og tók eftir­farandi myndir af lög­reglu­bílum sem stað­settir voru víða um mið­bæinn.

Lögreglan hefur komið sér fyrir víða.
Fréttablaðið/Sigurjón
Skila­boð sem fóru á dreifingu manna á milli á sam­fé­lags­miðlum í vikunni greindu frá því að í skipu­lagningu væri meint hefndar­á­rás vegna hnífs­tungu á Banka­stræti Club síðustu helgi.
Fréttablaðið/Sigurjón
Ýmsar gerðir af lögreglubílum má sjá í miðbænum.
Fréttablaðið/Sigurjón
Kvöldið fór rólega af stað, að sögn aðalvarðstjóra.
Fréttablaðið/Sigurjón
„Við erum hér fyrir þig,“ segir lögreglan.
Fréttablaðið/Sigurjón
Fjöldi fólks var í miðbænum snemma í kvöld.
Fréttablaðið/Sigurjón