Nokkuð virðist hafa dregið úr krafti eld­gossins frá því í gær. Þetta segir Eld­fjalla-og náttúru­vá­r­hópur Suður­lands.

Í til­kynningu frá hópnum segir að nyrstu gígarnir virðast hafa hætt að gjósa. Enn gýs á um það bil helmingi sprungunnar sunnan­verðri.

„Þar standa nokkrir mjög kröftugir kviku­strókar upp í loft. Lík­legt verður að telja að sam­hliða þessu hafi dregið úr fram­leiðni gossins, en hún var talin nema 32 rúm­metrum á sekúndu í gær,“ segir hópurinn.

Gos­opin sem virðast hafa hætt að gjósa hafi þegar hlaðið upp myndar­lega klepragíga, sem og strýtur utan í suður­hliðum Mera­dala­hnjúks.

Ljósmyndari Fréttablaðsins er á vettvangi og tók þessar myndir af gossvæðinu:

Fréttablaðið/Anton Brink
Fréttablaðið/Anton Brink
Fréttablaðið/Anton Brink
Fréttablaðið/Anton Brink