Greinilegt er að blanda á saman útliti sem vinsælt er beggja vegna Atlantsála með kassalaga framenda og ljósum. Samkvæmt hljóðinu í myndbandinu verður hann áfram með dísilvél, líklega uppfærslu á tveggja lítra EcoBlue-vélinni. Engar fregnir hafa þó borist af rafdrifinni útgáfu hingað til, þótt von sé á rafútgáfum fyrir Ford Transit og F-150.