Í þessum loka-tilraunarfasa er meðal annars reynt á fjórhjóladrifið í mjög háum brekkum, á torveldum malarvegum og í djúpu vatni til að tryggja hámarks afköst við krefjandi aðstæður. Aksturseiginleikar á miklum hraða og kröppum beygjum eru prufaðir á sérhannaðri kappakstursbraut Kia. Einnig er búið að prufukeyra bílinn við ýmsar krefjandi aðstæður um allan heim, eins og á hinum alræmdu hellulögðu vegum Belgíu sem eru góðir til að meta gæði fjöðrunar bílsins. Kia sendi frá sér myndir á dögunum af þessu tilefni sem fylgja með fréttatilkynningunni.