Fimm hundruð lítrar flæddu inn í byggingar Háskóla Íslands á hverri sekúndu og þannig var það í 73 mínútur áður en náðist að loka fyrir.
Stór kaldavatnslögn í Vesturbæ gaf sig um klukkan eitt í nótt með þeim afleiðingum að mikið magn vatns fossaði inn í kjallara nokkurra bygginga Háskóla Íslands.
Rúmlega tvö þúsund tonn af vatni flæddi inn í Aðalbyggingu, Lögberg, Gimli, Árnagarð, Háskólatorg og Stúdentakjallarann.
Talið er að vatnslekinn sé tengdur framkvæmdum við endurnýjun vatnslagna á Suðurgötu.
Ljósmyndari Fréttablaðsins mætti á vettvang þar sem slökkviliðsmenn unnu að því að dæla vatni úr byggingunum. Líkt og má sjá á myndum er tjónið gríðarlegt.

Fréttablaðið/Valli

Fréttablaðið/Valli

Fréttablaðið/Valli

Fréttablaðið/Valli

Fréttablaðið/Valli

Fréttablaðið/Valli

Fréttablaðið/Valli

Fréttablaðið/Valli

Fréttablaðið/Valli

Fréttablaðið/Valli