Björk Eiðsdóttir og Þórarinn Þórarinsson
Laugardagur 24. september 2022
11.00 GMT

Ég er ekki að ýkja þegar ég segi að nánast í hverjum mánuði undanfarin ár hafi einhver haft samband við mig til að nálgast myndina. Hún var orðin svo ófáanleg að hún var orðin að einhvers konar mýtu. Landsbókasafnið hefur líka skammað mig fyrir að hafa aldrei skilað henni inn,“ segir Hrönn Sveinsdóttir þegar nefnt er við hana að hún hefði nú mögulega getað komið myndinni í sýningu fyrr.

Forsaga málsins er sú að Hrönn ákvað árið 2000 að gera heimildarmynd um hina nýju fegurðarsamkeppni Ungfrú Ísland.is. Hrönn tók sjálf þátt í keppninni og skrásetti ferlið með móður sína sem tökumann en bróðir hennar, Árni Sveinsson, leikstýrði og skrifaði handritið ásamt Hrönn. Daginn fyrir frumsýningu myndarinnar var lögbann sett á sýningar hennar og í kjölfarið upphófust málaferli sem lauk árið 2002.

„Ef þetta væri sjónvarpsmynd væri hún í tveimur þáttum: Fyrst væri fegurðarsamkeppnadramað og svo allt réttardramað. Þar væri Ragnar Aðalsteinsson eins og Matlock, mamma væri leikin af Sally Fields sem væri alltaf að gráta fyrir utan réttarsalinn og allt rosalega dramatískt,“ segir Hrönn í léttum tón.


„Þar væri Ragnar Aðalsteinsson eins og Matlock, mamma væri leikin af Sally Fields sem væri alltaf að gráta fyrir utan réttarsalinn og allt rosalega dramatískt,."


Hrönn og Árni hér ásamt Sigrúnu, móður þeirra sem jafnframt tók myndina upp.
Fréttablaðið/Sigtryggur Ari

„Eftir málaferlin reyndum við alveg að fylgja myndinni eftir enda var mikil eftirspurn eftir henni á hátíðir víða um heim. En eftir svona drama er maður bara kominn með ógeð og ég tala nú ekki um ef maður er sjálfur viðfangsefnið. Þá er maður kominn með algjört ógeð af því að sjá sjálfan sig, ræða þetta og kynna þetta.“

Sá sjálf myndina fyrir 20 árum

Hrönn segist því hafa haft litla löngun til að setja myndina í sýningu undanfarin ár með öllu sem því fylgir.

„Svo lofaði ég sjálfri mér að þegar það yrði kominn einhver afmælistími myndi ég gera eitthvað. En ég lýg því ekki, þegar það rann upp fyrir mér í upphafi árs að nú væri komið að tuttugu ára afmæli kom ekki yfir mig tilhlökkun. En ég hristi það af mér og hugsaði: „Gerum þetta bara!“

Hrönn segir 20 ára afmæli myndarinnar að mörgu leyti hafa komið á frábærum tíma enda nýbúið að ljúka endurbótum á Bíó Paradís og því gaman að fagna með pompi og prakt.

Fljótt varð uppselt í aðalsal kvikmyndahússins og var þá bætt við öðrum sal þar sem miðarnir hafa farið hratt. Sjálf verður Hrönn auðvitað viðstödd í kvöld ásamt fjölskyldu og mun sitja fyrir svörum eftir sýninguna.

„Ég hef ekki séð myndina frá því á kvikmyndahátíð í San Fransisco rétt eftir að hún kom út fyrir 20 árum.“

Dætur Hrannar sem eru 8, 12 og 14 ára fréttu bara af þessari fortíð móður sinnar í vikunni.

„Það var bara því au-pair stúlkan okkar frá Filippseyjum hafði frétt af þessu og langaði að koma með vinkonum sínum. Stelpurnar fóru þá að spyrja og ég þurfti því að segja við þær: „Heyrðu, stelpur ég þarf að segja ykkur svolítið – ég tók eitt sinn þátt í fegurðarsamkeppni.“


„Heyrðu, stelpur ég þarf að segja ykkur svolítið – ég tók eitt sinn þátt í fegurðarsamkeppni."


Hrönn segir að dæturnar hafi eðli málsins samkvæmt orðið hissa.

„Ég hefði allt eins getað sagt þeim að ég hafi einu sinni verið leigumorðingi eða njósnari erlends ríkis,“ segir hún og hlær en dæturnar fá að sjá mömmu fyrir 22 árum á hvíta tjaldinu í kvöld.

„Þarna sjá þær mömmu, ömmu og afa og frændur og frænkur fyrir 22 árum. Þessa snarbiluðu konu sem er í dag móðir þeirra,“ segir Hrönn að lokum.

Hrönn og Árni bróðir hennar náðu að fanga sérkennilegan tíðarandann fyrir tuttugu árum í Í skóm drekans og opna nú það tímahylki.
Fréttablaðið/Sigtryggur Ari

Annar heimur

Bróðir Hrannar, Árni Sveinsson, fylgdi henni eftir með töku­vélina þegar hún tók þátt í fegurðar­sam­keppninni.

„At­burðir myndarinnar eiga sér stað fyrr, á því herrans ári 2000. Myndin kemur svo ekki út fyrr en 2002,“ segir Árni. „Þetta er sko fyrir einka­væðingu bankanna og það tívolí sem okkur var boðið upp á. Þannig að þetta er bara annar heimur. Það er líka rosa mikið reykt í þessari mynd.“

Komið var í veg fyrir frum­sýningu myndarinnar árið 2000 og fram undan voru laga­flækjur og krókar þar sem syst­kinin, lög­maður þeirra og margir aðrir, töldu tjáningar­frelsið í raun vera í húfi.

Stigið í drullu­svað

„Þetta voru náttúr­lega bara ein­hverjir varð­hundar vöru­merkis sem höfðu ekkert í­myndunar­afl og héldu að hún, eða við, værum bara illa inn­rætt og drifin á­fram af ein­hverjum mjög lágum hvötum,“ segir Árni og Hrönn skýtur inn í: „Og ætluðum að drulla yfir alla.“

„En síðan kom annað á daginn þegar myndin leit loksins dagsins ljós. Að þetta var bara mjög per­sónu­leg frá­sögn af reynslu­heimi ungrar konu að stíga inn í þetta…“ segir Árni og aftur grípur systir hans fram í. „… drullu­svað sem fegurðar­sam­keppnir eru…“

Tuttugu ár eru liðin frá frum­sýningu heimildar­myndarinnar Í skóm drekans, þar sem Árni fylgdi Hrönn systur sinni eftir með töku­vélina þegar hún tók þátt í fegurðar­sam­keppninni Ung­frú Ís­land.is.

Vendi­punkturis

Árni nær síðan orðinu aftur: „Af­falls­rör tísku­iðnaðarins, í­myndaða.“ Og Hrönn heldur á­fram hlæjandi: „…þessi rot­þró meðal­mennskunnar.“

„En nei, nei, en ég held að þarna hafi orðið pínu vendi­punktur í þessum fegurðar­sam­keppnis­heimi,“ heldur Árni á­fram. Hann bætir síðan við að hann ætli ekki að eigna myndinni sér­stak­lega heiðurinn af því að það tók að fjara undan keppnum af þessu tagi og syst­kinin benda á að á­kvörðunin um að upp­færa Ung­frú Ís­land með því að bæta .is aftan við hafi verið til marks um að þetta væri komið í ein­hvers konar hall­æris­legt þrot.

„Já, og síðan bara vitum við hvernig er komið fyrir svona keppnum í dag. Þær eru svona frekar komnar út á jaðarinn. Nema náttúr­lega í Suður­ríkjunum og Suð-austur-Asíu,“ segir Árni.

Efa­semdir um út­hald

Þegar Árni er spurður hvort hann hafi strax í upp­hafi kveikt á því að hug­mynd systur hans um að skrá sig til keppni í Ung­frú Ís­land.is væri góð hug­mynd að heimildar­mynd verður Hrönn fyrri til svars.

„Nei. Honum fannst þetta ekkert góð hug­mynd, sko.“ Og Árni kemur sjálfum sér til varnar með því að benda á að hann hafi bara séð fyrir sér alla þá hluti sem gætu farið úr­skeiðis. „Og svo var það aðal­lega að ég hafði ekki trú á að þú og við og allir ein­hvern veginn myndum hafa út­hald í þetta.“

Þrátt fyrir ýmsar hindranir, blóð svita og tár, varð til heimildar­mynd sem gerði það gott á sínum tíma, var sýnd víða um heim og hlaut Eddu­verð­launin sem besta myndin í sínum flokki 2002.

Endist og eldist vel

Hug­myndin reyndist síðan bara ansi góð og þrátt fyrir ýmsar hindranir, blóð svita og tár, varð til heimildar­mynd sem gerði það gott á sínum tíma, var sýnd víða um heim og hlaut Eddu­verð­launin sem besta myndin í sínum flokki 2002.

„Við eigum svo fáar myndir sem fanga svona tíðar­andann,“ segir Hrönn, þegar hún bendir á þann virðis­auka sem myndin hefur fengið á síðustu tveimur ára­tugum. „Þetta er alveg því­líkt svona skemmti­leg stúdía á sam­fé­lagið og tíðar­andann og ís­lenskt líf þarna um alda­mótin.

Bara þess vegna finnst mér að allir, ungir sem aldnir, þurfi að drífa sig á þessa mynd. Hún hefur ekki sést í tuttugu ár og þetta verður bara eins og að opna eitt­hvert illa lyktandi tíma­hylki af Nokia-símum og öllu sem við vorum að gera þá.“

Athugasemdir