Lognið á undan storminum getur verið ógn­væn­legt og spennu­þrungið en það sem fer á eftir honum er öllu létt­bærara og getur verið til­valin stund fyrir fjöl­skylduna að nýta í úti­veru. Það hafa margir höfuð­borgar­búar ein­mitt gert þessa helgina eftir storminn sem reið yfir landið í vikunni og þá aðal­lega í að stunda skíði en skíða­svæði Blá­fjalla var opnað á ný um helgina.

Svæðið opnaði klukkan 10 í gær­morgun og var opið til klukkan 17 og sama opnunar­tíma var haldið í dag. Nokkuð fjöl­mennt var í brekkunum enda færið með ein­dæmum gott og út­sýnið yfir Blá­fjalla­svæðið ein­stakt.


Svæðið í kring var snævi­þakið og fal­leg birta myndaðist enda nánast alveg kyrrt og heið­skírt og vetrar­sólin lágt á lofti. Ljós­myndari Frétta­blaðsins skellti undir sig skíðum og tók nokkrar myndir og mynd­bönd af út­sýninu, hressum krökkum og starfs­manni svæðisins ryðja braut fyrir skíða­kappa á snjó­moksturs­vél.

Skíðasvæði verða ekki til af sjálfu sér. Fæst að minnsta kosti.
Fréttablaðið/Anton Brink
Starfsmenn svæðisins unnu hörðum höndum að því að hafa brautirnar sem bestar fyrir gestina.
Fréttablaðið/Anton Brink