Það varð uppi fótur og fit í verslun IKEA í Sjang­hæ í Kína á laugar­dag þegar öryggis­verðir hugðust loka versluninni – og við­skipta­vini hennar inni – vegna CO­VID-smits sem greindist hjá við­skipta­vini.

Ráð­stafanir vegna Co­vid-19 eru lík­lega hvergi strangari en í Kína og ef minnsti grunur vaknar um smit er fólk sent í sótt­kví og PCR-próf.

Það er ein­mitt það sem átti sér stað í um­ræddri verslun á laugar­dag en þegar í ljós kom að sex ára piltur, sem hafði verið í versluninni, væri smitaður af Co­vid-19 var gripið til þess ráðs að skella í lás.

Í frétt BBC kemur fram að við­skipta­vinir, sumir að minnsta kosti, hafi ekki látið bjóða sér þetta og sýnir með­fylgjandi mynd­band þegar hópi við­skipta­vina tókst að brjótast í gegnum múr öryggis­varða til að koma sér út.

Bent er á það í frétt BBC að fólk hafi þurft að fara í sótt­kví á ó­trú­legustu stöðum, jafn­vel á veitinga­stöðum eða líkams­ræktar­stöðvum. Þar þarf fólk að dvelja í tvo daga svo lengi sem við­komandi fær nei­kvæða niður­stöðu á PCR-prófi.

Til marks um það hversu al­var­lega yfir­völd í Kína taka veiruna er þess getið að 80 þúsund manns hafi verið skikkaðir í PCR-próf vegna smitsins í verslun IKEA. Þá er tekið fram í frétt BBC að við­skipta­vinurinn, sex ára piltur, hafi verið ein­kenna­laus þegar smitið greindist.