Leikhópurinn Brúðurnar koma stigu á svið á Austurvelli í dag með satíru um formenn stjórnarflokkanna, þau Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra, Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra og Sigurð Inga Jóhannsson innviðaráðherra.

Brúðuleikarar léku senu úr ríkisstjórnarfundi þar sem rætt var um sölu Íslandsbanka.

Brúðu-Katrín: „Þegar allt sjúskið kemur í ljós þá verðum við að viðurkenna mistök.“

Brúðu-Bjarni og Brúðu-Sigurður: „Samþykkt!“

Brúðu-Katrín: „Og í endann, þá segjum við bara að lofum að læra af mistökunum og gera betur næst.“

Brúðu-Bjarni og Brúðu-Sigurður: „SAMÞYKKT!“

Lýður Árnason, leikstjóri og læknir, skrifaði handritið að verkinu og leikstýrði en með hlutverk Kötu, Bjarna og Sigurð fóru þau Gunnar Kristinsson, Ævar Örn Jóhannesson og Telma Huld Jóhannesdóttir.

Verkið sló rækilega gegn meðal mótmælenda enda hafa brúðuleikar lengi notið vinsælda í pólitísku leikhúsi frá tímum forngrikkja.

„Lýður var með hugmynd að ádeiluþætti með brúðum. Það vantaði eitthvað skemmtilegt á milli reiðra ræðuhalda,“ segir Telma, leikari sem lék Katrínu Jakobsdóttur.

„Það er skemmtilegt að munda þessar brúður og góð leið til að gagnrýna stjórnvöld. Þetta er leið til gagnrýna gjörðir og ákvarðanir án þess að ráðast á persónuna. Brúðurnar ná að koma fram skilaboðum án þess að vera persónuleg árás á stjórnmálamennina.“

Hér fyrir neðan má sjá senuna í heild sinni.