Mikið vatn hefur runnið til sjávar frá því að fyrsti Íslendingurinn greindist með COVID-19 hér á landi.

Samkomubann var sett á í fyrsta sinn í lýðveldissögunni, veiran dreifði úr sér um samfélagið í þremur bylgjum og smitaði 6049 manns, dró 29 til dauða og var í brenni­depli frétta á nánast hverjum degi í heilt ár.

Í lok desember var dagur góðra frétta þegar fyrstu skammtar bóluefnis komu til landsins og fjórir framlínustarfsmenn Landspítalans urðu fyrstu Íslendingarnir til að verða bólusettir hér á landi.

Hér fyrir neðan má sjá myndband sem Fréttablaðið klippti saman í tilefni af því að ár er liðið frá fyrsta smiti.