Taronga dýra­garðurinn í S­yd­n­ey í Ástralíu hefur birt mynd­band af fimm ljónum sem sluppu frá af­girta svæðinu sem ætlað er ljónum í dýra­garðinum.

Mynd­bandið sýnir full­vaxið ljón og fjóra ljóns­hvolpa klóra í girðinguna og troða sér síðan undir hana. At­vikið gerðist í byrjun nóvember en dýra­garðinum lokað og „við­búnaðar­á­stand eitt“ ræst í kjöl­farið.

Ljónin gengu utan girðingarinnar í tölu­verðan tíma áður en þeim var loks komið aftur á sinn stað í dýra­garðinum. Starfs­menn og gestir dýra­garðsins leituðu skjóls þar til ljónunum var komið á sinn stað.

Ljóns­hvolparnir Luzu­ko, Zuri, Khari, Malika og faðir þeirra Ato komust öll út fyrir girðinguna en, sam­kvæmt yfir­lýsingu frá dýra­garðinum, voru ljónin ró­leg þegar þau komust út fyrir girðinguna og reyndu sjálf að komast til baka.

„Ljónin fimm héldu sér ró­legum nokkrum metrum frá svæði þeirra áður en þau reyndu að á­kefð að komast aftur undir girðinguna þegar ljón­ynjan Maya og um­sjónar­menn fóru að kalla eftir þeim,“ sagði í til­kynningu frá dýra­garðinum.

Mynd­band af at­vikinu má sjá hér að neðan.