Taronga dýragarðurinn í Sydney í Ástralíu hefur birt myndband af fimm ljónum sem sluppu frá afgirta svæðinu sem ætlað er ljónum í dýragarðinum.
Myndbandið sýnir fullvaxið ljón og fjóra ljónshvolpa klóra í girðinguna og troða sér síðan undir hana. Atvikið gerðist í byrjun nóvember en dýragarðinum lokað og „viðbúnaðarástand eitt“ ræst í kjölfarið.
Ljónin gengu utan girðingarinnar í töluverðan tíma áður en þeim var loks komið aftur á sinn stað í dýragarðinum. Starfsmenn og gestir dýragarðsins leituðu skjóls þar til ljónunum var komið á sinn stað.
Ljónshvolparnir Luzuko, Zuri, Khari, Malika og faðir þeirra Ato komust öll út fyrir girðinguna en, samkvæmt yfirlýsingu frá dýragarðinum, voru ljónin róleg þegar þau komust út fyrir girðinguna og reyndu sjálf að komast til baka.
„Ljónin fimm héldu sér rólegum nokkrum metrum frá svæði þeirra áður en þau reyndu að ákefð að komast aftur undir girðinguna þegar ljónynjan Maya og umsjónarmenn fóru að kalla eftir þeim,“ sagði í tilkynningu frá dýragarðinum.
Myndband af atvikinu má sjá hér að neðan.
This is the moment five lions escaped their enclosure at Sydney's Taronga Zoo, leading to the zoo's evacuation.
— SBS News (@SBSNews) December 1, 2022
For more SBS videos visit: https://t.co/Y50k8P5iMn pic.twitter.com/fBrvT2Y10t