Rúm­lega 1.500 flótta­menn frá Suður-Ameríku eru þessa stundina að fara yfir Rio Grande-ána til Banda­ríkjanna frá Mexíkó í von um hæli. Flestir í hópnum hafa ferðast frá Kúbu, Venesúela og Níkaragva.

Dóm­stóll í Was­hington sló ný­lega lög­gjöf út af borðinu sem sam­þykkt var af ríkis­stjórn Donalds Trump í mars 2020. Sú lög­gjöf var sam­þykkt sem svar við Co­vid-19 og flýtti hún fyrir brott­vísun ó­lög­legra inn­flytj­enda frá Banda­ríkjunum.

Sam­kvæmt þeim lögum voru inn­flytj­endur sendir til Mexíkó á meðan máls­með­ferð þeirra stóð yfir. Á­ætlað er að lög­gjöfin muni renna út í næstu viku.

Landa­mæra­verðir hafa lýst yfir á­hyggjum þar sem rúm­lega fimm þúsund flótta­menn eru nú í haldi við mið­stöð þeirra í El Paso en hún er að­eins hönnuð til að taka á móti 3.500 manns.

Stór hluti þeirra flótta­manna bíða nú í röðum við landa­mærin og hafa sumir safnast saman í kringum varð­elda til að halda hita. Aðrir hafa ferðast fram og til baka frá borginni Juarez til að sækja mat og vatn fyrir þá sem bíða í röðum.

Dag­blaðið El Paso Matters talaði við 29-ára konu frá Perú að nafni Car­men sem sagðist vera orðin þreytt á hótunum og mann­ránum í landinu hennar. Hún lýsti því þegar henni var rænt í mexí­kósku borginni Durango norðan af Guada­la­jara á leiðinni til Banda­ríkjanna.

„Þau tóku allt, vega­bréfið mitt, símann minn. Fætur mínir eru allir út í mar­blettum eftir fólk sem hafði sparkað í mig á meðan ég svaf,“ segir Car­men.