Rúmlega 1.500 flóttamenn frá Suður-Ameríku eru þessa stundina að fara yfir Rio Grande-ána til Bandaríkjanna frá Mexíkó í von um hæli. Flestir í hópnum hafa ferðast frá Kúbu, Venesúela og Níkaragva.
Dómstóll í Washington sló nýlega löggjöf út af borðinu sem samþykkt var af ríkisstjórn Donalds Trump í mars 2020. Sú löggjöf var samþykkt sem svar við Covid-19 og flýtti hún fyrir brottvísun ólöglegra innflytjenda frá Bandaríkjunum.
Samkvæmt þeim lögum voru innflytjendur sendir til Mexíkó á meðan málsmeðferð þeirra stóð yfir. Áætlað er að löggjöfin muni renna út í næstu viku.
WATCH: #BNNUS Reports.
— Gurbaksh Singh Chahal (@gchahal) December 12, 2022
In one of the largest mass crossings ever in the region, more than 1,000 migrants waded across the Rio Grande from Juárez to El Paso on Sunday night.#US #migrants #Crime pic.twitter.com/i1ZG0GTOUM
Landamæraverðir hafa lýst yfir áhyggjum þar sem rúmlega fimm þúsund flóttamenn eru nú í haldi við miðstöð þeirra í El Paso en hún er aðeins hönnuð til að taka á móti 3.500 manns.
Stór hluti þeirra flóttamanna bíða nú í röðum við landamærin og hafa sumir safnast saman í kringum varðelda til að halda hita. Aðrir hafa ferðast fram og til baka frá borginni Juarez til að sækja mat og vatn fyrir þá sem bíða í röðum.
Dagblaðið El Paso Matters talaði við 29-ára konu frá Perú að nafni Carmen sem sagðist vera orðin þreytt á hótunum og mannránum í landinu hennar. Hún lýsti því þegar henni var rænt í mexíkósku borginni Durango norðan af Guadalajara á leiðinni til Bandaríkjanna.
„Þau tóku allt, vegabréfið mitt, símann minn. Fætur mínir eru allir út í marblettum eftir fólk sem hafði sparkað í mig á meðan ég svaf,“ segir Carmen.