Til stendur að brott­vísa tveimur ungum só­mölskum flótta­konum úr landi á næstu dögum. Gunnar Wa­age, sem hefur staðið að undir­skrifta­söfnum fyrir þær Fötmu Hassan Mohamoud og Nadifu Mohamed, birti mynd­bönd á Face­book síðu sinni sem sýna konurnar tvær við heldur nötur­legar að­stæður í flótta­búðum á Grikk­landi.

Of­beldi og man­sal

Fatma Hassan Mohamoud, sem er 22 ára, fékk í gær sím­töl frá lög­reglu í tengslum við fyrir­hugaða brott­vísun en til stendur að senda hana aftur til Grikk­lands. Gunnar spyr: „Eru þetta þær að­stæður sem þú myndir senda dóttur þína í? Myndir þú senda hana aftur til baka í þessar að­stæður?“

„Hungur. ó­þrifnaður, rottu­gangur í milljóna­tali, sýkingar, of­beldi, man­sal. Er þetta það sem þú kallar mann­úð­legar að­stæður Katrín Jakobs­dóttir?“

Á götunni í Grikk­landi

Á mynd­bandi sést Nadifa Mohamed, 31 árs, á götunni í Grikk­landi. Gunnar segir á Face­book að sam­kvæmt Flótta­manna­samningi UN hafi Ís­lendingar ekki leyfi til að senda flótta­fólk frá sér í þessar að­stæður.

„Talandi um lögin sem ríkja um þessi mál eins og þú gerðir í þinginu í dag, Katrín Jakobs­dóttir. Þá er þetta brot á al­þjóða­lögum.“