Ferða­maður nokkur á leið um Skóga­foss fyrir helgi varð vitni að ó­trú­legu hátta­lagi annars ferða­manns sem klifraði yfir grind­verið við fossinn og að enda fossins til þess að taka myndir.

„Þetta er án nokkurs vafa það heimsku­legasta og það hættu­legasta sem ég hef séð ferða­mann gera á Ís­landi,“ skrifar maðurinn með mynd­bandi sem hann tók af manninum og birti á Youtu­be. Mynd­bandið má horfa á hér fyrir neðan en það var birt á föstu­dag og hefur vakið mikla at­hygli.

Þá skammar maðurinn ferða­manninn í mynd­bandinu að at­hæfinu loknu. „Þetta var ekki gáfu­legt maður,“ segir hann við manninn sem svarar um hæl: „Þetta var víst gáfu­legt, þetta er það sem ég lifi fyrir.“

„Hey maður, þú tekur þínar eigin á­kvarðanir. Þetta var virki­lega heimsku­legt,“ svarar hann honum til baka og segist maðurinn að lokum virða hans skoðun.