Bringubeinsskaði í varphænum er orðið alvarlegt vandamál. Ástæðan er sú að hænan verpir svo mörgum eggjum að hún hefur nægan kalkforða í beinunum og ennfremur að stærð eggjanna sé of mikil og skaði bringubein fuglsins.

Hér fyrir neðan má sjá kennslumyndband sem gefið var út af COST Action sem sýnir hvernig greina má bringubeinsskaða.

Stefán Símonarsson, formaður Eggjabænda, segir mikilvægt að finna lausn á þessu vandamáli sem fyrst, en talið er að 50-90 prósent af íslenskum varphænum séu með bringubeinsskaða, ef erlendar rannsóknir eru heimfærðar upp á Ísland, eins og dýralæknir MAST telur raunhæft.