Fimm eru látnir og 13 særðir eftir að bíl­stjóri keyrði á gangandi veg­far­endur í borginni Guangz­hou í Kína.

Mis­munandi mynd­bönd sýna bíl­stjórann á svörtum jeppa keyrandi á fullum hraða á bæði vespur og hóp fólks sem gengur yfir götu.

Bíl­stjórinn var á endanum hand­tekinn en sam­kvæmt kín­verskum frétta­miðlum fleygði maðurinn reiðu­fé allt í kringum sig og sagði við lög­regluna að hann væri frændi hátt­setts kín­versks em­bættis­manns.

Varað er eindregið við efni myndbandsins sem má sjá hér að neðan:

Mikil reiði er meðal Kín­verja sem segjast orðnir lang­þreyttir á spillingunni sem ættingjar fólks í valda­stöðum sýna.

Málið minnir á at­vik sem átti sér stað árið 2009 þegar tví­tugur kín­verskur bíl­stjóri drap 25 ára veg­far­enda eftir að hafa keyrt á hann. Bíl­stjórinn var sagður eiga ríkan föður og náðust myndir af honum reykjandi og hlægjandi á meðan hann beið eftir lög­reglunni.