Fimm eru látnir og 13 særðir eftir að bílstjóri keyrði á gangandi vegfarendur í borginni Guangzhou í Kína.
Mismunandi myndbönd sýna bílstjórann á svörtum jeppa keyrandi á fullum hraða á bæði vespur og hóp fólks sem gengur yfir götu.
Bílstjórinn var á endanum handtekinn en samkvæmt kínverskum fréttamiðlum fleygði maðurinn reiðufé allt í kringum sig og sagði við lögregluna að hann væri frændi háttsetts kínversks embættismanns.
Varað er eindregið við efni myndbandsins sem má sjá hér að neðan:
A Chinese driver crashed into a crowd on the street, threw money into the air, and said his uncle was a high-ranking Communist Party official. He killed 5 people and wounded 13. The videos are censored on the Chinese Internet. pic.twitter.com/DXrm0N3Lte
— Daily Turkic (@DailyTurkic) January 12, 2023
Mikil reiði er meðal Kínverja sem segjast orðnir langþreyttir á spillingunni sem ættingjar fólks í valdastöðum sýna.
Málið minnir á atvik sem átti sér stað árið 2009 þegar tvítugur kínverskur bílstjóri drap 25 ára vegfarenda eftir að hafa keyrt á hann. Bílstjórinn var sagður eiga ríkan föður og náðust myndir af honum reykjandi og hlægjandi á meðan hann beið eftir lögreglunni.