Á laugardag skaut hinn 72 ára gamli Huu Can Tran ellefu manns til bana í borginni Alhambra í Kaliforníufylki Bandaríkjanna. Óbreyttur borgari á þrítugsaldri, Brandon Tsay, kom þó til bjargar og tókst að ná byssunni af Tran.

TMZ hefur birt myndband úr öryggismyndavél af átökum Tsay og Tran. Samkæmt miðlinum er það tekið skömmu eftir árásina.

Í myndbandinu sést Tsay vaða að árásarmanninum og í kjölfarið takast þeir á um stund. Á endanum nær óbreytti borgarinn byssunni úr höndum Tran sem kemur sér á brott.

Tsay hefur tjáð sig um atvikið. Honum hafi liðið eins og eitthvað hafi gripið í taumana hjá sér þegar hann sá mann með byssu og tók af skarið. Auk þess segist hann hafa verið ómeðvitaður um árásina áður en hann réðst á Tran.