Miðlæg rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu rannsakar líkfundinn við Eiðsgranda en deildin rannsakar meðal annars alvarleg ofbeldisbrot, kynferðisbrot, meiri háttar fjármunabrot og skipulagða brotastarfsemi.

Hátt í þrjátíu björgunarsveitarmenn kemba nú fjöruna norðan grjótgarðsins og lögreglan notar einnig dróna til að fá yfirsýn yfir leitarsvæðið, sem er lítið og afmarkað.

Eiríkur Valberg, lögreglufulltrúi hjá miðlægri rannsóknardeild og svæðisstjóri, segir að ekki sé nauðsynlegt að nota kafara fyrir rannsókn málsins.

Lögreglunni barst tilkynning á öðrum tímanum eftir hádegi í dag um líkfund í fjörunni norðan Eiðsgranda í Reykjavík.

Rannsókn málsins er á frumstigi og lögreglan getur veitt frekari upplýsingar að svo stöddu.

Margeir Sveinsson. yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild, segir ótímabært að segja nokkuð um hvort málið sé rannsakað sem sakamál.