Innlent

Há­skóla­nemar léku á Loga

For­ritunar­þjálfarar léku lag­lega á Loga Einars­son, for­mann Sam­fylkingarinnar.

Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, á flokksstjórnarfundi í dag. Fréttablaðið/ Stefán

Þjálfarar frá Skemu í HR léku heldur betur á Loga Má Einarsson, formann Samfylkingarinnar, á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar í dag. Notuðu þeir formanninn sem hljóðfæri.

Yfirskrift flokksstjórnarfundarins er „Tökumst á við framtíðina - saman”, og voru málefni menntunar og nýsköpunar efst á baugi í dag. Í tilefni af því flutti Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Háskólanum í Reykjavík og varaþingmaður Samfylkingarinnar, ræðu á fundinum. „Ný tæki og ný tækni ætti fyrst og fremst að gera samfélagið betra og auka lífsgæði,” sagði Jóhanna í ræðu sinni.

Í kjölfar ræðunnar komu þjálfarar frá Skemu, sem er félag innan Háskólans í Reykjavík sem kennir börnum forritun, og sýndu fundargestum frá því hvernig er hægt að kenna forritunarlega hugsun á einfaldan og skemmtilegan máta með því að búa til vatnspíanó og spila á flokksmenn. Léku þjálfaranir, þau Eyþór Máni Steinarsson og Gunnhildur Fríða Hallgrímsdóttir, eins og áður segir á formann flokksins. Má sjá myndband af því hér fyrir neðan.

Þá var 9. sinfónía Beethovens leikin á vatnspíanóið með aðstoð fundargesta, en verkið er betur þekkt sem „Óðurinn til gleðirinnar“ og er oft sagður vera þjóðsöngur Evrópusambandsins. Freyja Steingrímsdóttir, aðstoðarmaður Loga, segir það tilviljun að lagið hafi verið leikið á fundinum, en eins og vitað er er Samfylkingin einn þeirra flokka sem helst tala fyrir inngöngu Íslands í Evrópusambandið. „Þetta vakti samt mjög mikla lukku,“ segir Freyja í samtali við Fréttablaðið.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Logi: Stærstu ógnir ó­jöfnuður, lofts­lags­vá og ó­friður

Innlent

Samfylkingin bætir við sig fylgi

Innlent

„Samfylkingin er mætt aftur til leiks“

Auglýsing

Nýjast

R Kel­ly á­kærður fyrir tíu kyn­ferðis­brot

Hag­fræði­stofnun svarar að­finnslum á hval­veiði­skýrslu

Maðurinn á brúnni bæði „and­lega og líkam­lega veikur“

Lögreglunni sigað á húseiganda

Gaf lög­reglu upp rangt nafn

Kiddi klaufi og Guð­rún frá Lundi vin­sælust á bóka­söfnum

Auglýsing