Mörg hundruð viðburðir fara fram á hinni árlegu Menningarnótt Reykjavíkurborgar. Í fyrra sóttu um 200 þúsund manns viðburði Menningarnætur og eru sennilega fleiri í ár að sögn upplýsingafulltrúa Strætó. Allir strætisvagnar á höfuðborgarsvæðinu voru troðfullir í dag og þurfti að bæta við 14 aukavögnum.

Ungir sem aldnir mættu á Arnarhól á hlusta á hina ýmsu tónlistarmenn. Ungmenni klifruðu upp á styttuna af Ingólfi Arnarsyni landnámsmanni til að fá betra útsýni.

Söngkonan GDRN og tónlistartvíeykið Club Dub voru að stíga á svið þegar blaðamann bar að garði.

Sjáðu myndbandið: