Fjórir eru í lífs­hættu og tíu slasaðir eftir troðning á tón­leikum söngvarans Asa­ke í Brixton-hverfinu í London.

Lög­regla var kölluð til eftir að um 3000 miða­lausir gestir mættu á svæðið, sem olli ringul­reið meðal á­horf­enda. Fólki var vísað úr húsinu og mikill troðningur myndaðist. Í kjöl­farið hófust átök milli lög­reglu og ó­á­nægðra tón­leika­gesta.

Lög­reglan stað­festi að um tíu manns hafi slasast í troðningnum og fjórir væru í lífs­hættu.