Fjórir eru í lífshættu og tíu slasaðir eftir troðning á tónleikum söngvarans Asake í Brixton-hverfinu í London.
Lögregla var kölluð til eftir að um 3000 miðalausir gestir mættu á svæðið, sem olli ringulreið meðal áhorfenda. Fólki var vísað úr húsinu og mikill troðningur myndaðist. Í kjölfarið hófust átök milli lögreglu og óánægðra tónleikagesta.
Lögreglan staðfesti að um tíu manns hafi slasast í troðningnum og fjórir væru í lífshættu.
Asake concert Brixton 15th… can you imagine my first concert and it turns out like this pic.twitter.com/4wWKgvZ5Zm
— ghostingdoll (@elsie_leimu) December 15, 2022
Because of Asake people want to behave like goats??? Wow. pic.twitter.com/74S6DnzPPa
— inayah (@inayahlxve) December 15, 2022