Eldflaugarskot breska fyrirtækisins Skyrora hér á landi um síðasta helgi misheppnaðist og endaði Skylark L eldflaugin í sjónum við Langanes.

Þetta er önnur tilraun fyrirtækisins til geimskots á Íslandi. Hægt er að sjá tilraunina í spilaranum hér fyrir neðan. Á vef BBC kemur fram að eldflaugin hafi endað í sjónum.

„Þótt að þetta hafi ekki heppnast eins og vonir stóðu til var þetta dýrmæt reynsla og stórt skref í þessu nýja sambandi milli Íslands og Bretlands. Miðað við tilraunir okkar hér erum við vongóð um að ná að koma geimflaug út í geim árið 2023,“

Hin 11 metra langa eldflaug lenti í sjónum um hálfum kílómetra frá skotpallinum.

Tilraunin var hluti af undirbúningi Skyrora sem stefnir á að reyna að koma stærri eldflaugum út í geim frá og með næsta ári.