Starfs­fólk slökkvi­liðs höfuð­borgar­svæðisins hefur tekið þátt Reykja­víkur­mara­þoni í mörg ár og það er engin undan­teking á því í ár þó svo að form­legt hlaup verði ekki haldið. Starfs­fólkið hljóp tíu kíló­metra í morgun og dróg slökkvi­liðs­bíl á Sel­tjarnar­nesi eins og ekkert væri auð­veldara. Mynd­band af af­rekinu má horfa á neðst í fréttinni.

Starfs­fólkið var búið að taka á­kvörðun um að sýna Píeta sam­tökunum sam­stöðu að þessu sinni, en Píeta sinnir for­varna­starfi gegn sjálfs­vígum og sjálfs­skaða sem og styðja við að­stand­endur. Hópur starfs­fólks hóf tíu kíló­metra hlaup við Reykja­víkur­tjörn kl. 9.30 á­samt því að draga um­ræddan dælu­bíl hring á Sel­tjarnar­nesinu.

Bíllinn er um fjór­tán tonn að þyngd og drógu fimm hann í einu. Með þessum vill starfs­fólk vekja at­hygli á því mikil­væga starfi sem unnið er hjá Píeta. Hópurinn hóf ferðina með bílinn um Sel­tjarnar­nesið um klukkan tíu, á suður­strönd nessins.

Reikningsnúmer Píeta fyrir frjáls framlög er 0301-26-041041, Kt: 410416-0690. Píeta samtökin eru líka á AUR! Sláðu inn notendanafnið @pieta og sendu þitt framlag.

Fréttablaðið/Anton Brink
Fréttablaðið/Anton Brink
Fréttablaðið/Anton Brink
Fréttablaðið/Anton Brink