Tyrk­neskur maður náði ó­trú­legu mynd­bandi af því þegar stór­hríð kom af Svarta­hafi og gekk yfir tyrk­neska bæinn Hopa í Tyrk­landi á sunnu­daginn.

Á vef BBC er haft eftir manninum, sem heitir Sefa Yasar, að það hafi verið stór­kost­leg sjón að sjá hríðina koma á land.

„Þetta var ógn­vekjandi en á sama tíma var þetta al­gjört undur að sjá.“

Mynd­bandið, sem er hrað­spilað, má sjá hér að neðan.