Tyrkneskur maður náði ótrúlegu myndbandi af því þegar stórhríð kom af Svartahafi og gekk yfir tyrkneska bæinn Hopa í Tyrklandi á sunnudaginn.
Á vef BBC er haft eftir manninum, sem heitir Sefa Yasar, að það hafi verið stórkostleg sjón að sjá hríðina koma á land.
„Þetta var ógnvekjandi en á sama tíma var þetta algjört undur að sjá.“
Myndbandið, sem er hraðspilað, má sjá hér að neðan.